ESB eða gömlu katlarnir?

Matvælaverð hérlendis gæti lækkað um fjórðung. Vextir á íbúðalánum myndu lækka verulega. Tollar milli Íslands og núverandi ESB ríkja myndu falla niður. Hefur einhver áhuga á þessum breytingum? Ef svo er, má spyrja í framhaldi: Hefur einhver áhuga á að landið gerist aðildarríki að Evrópusamtökunum? Auðvitað hefur fjöldi Íslendinga áhuga á því. Hvers vegna heyrist minna í þeim er vörubílstjórum sem loka stofnleiðum og flauta fyrir utan alþingi? Vegna þess að fyrrum þjóðarfaðirinn Davíð bannaði alla umræðu um ESB og evruna. Menn hlýddu því. Og hlýða enn. Fyrir tveimur árum sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins grafalvarlegur við mig að það að ganga í ESB jafnaðist á við föðurlandssvik. Hvorki meira né minna! Þessi fáránlega skoðun er enn uppi á borðum hérlendis. Eftir að hafa fylgt línu hinna Norðurlandanna í öllum málum í Sameinuðu þjóðunum og eftir að hafa verið nýlenduþjóð Dana og undirlægjur Bandaríkjamanna erum við allt í einu hrædd um að gerast svikarar við ættlandið ef við veltum fyrir okkur aðild að ESB! Eins og flestar Evrópuþjóðir hafa gert?!
Það eru ekki aðeins peningaleg rök sem sýna fram á að Íslendingar eigi að ganga í ESB: Varnar - og öryggismál, samhæfing menningar - og dómsmála og annarra þátta myndu gera Ísland að mun sanngjarnara og heilbrigðara landi að búa í. Þeir sem berast gegn aðild Íslands í ESB, berjast gegn dauða gömlu forréttindahópanna; dekruðu kapítalistanna, gömlu samvinnuklíkanna og þar fram eftir götunum. Pólitíkusar eru logandi hræddir að gefa frá sér íhlutunarvöld þeirra í uppbyggingu og stjórnun í íslensku samfélagi. Þeir vilja halda í 3ö til 40 ára gamalt samfélag þar sem samkeppni var aðeins áróðursorð. Þar var ákveðnum flokksgæðingum sköpuð völd og aðkoma að kötlunum, en öðrum ekki. Þá var Ísland samfélag þeirra pólitískt útvöldu. Í dag hefur frjáls markaður og frjálst peningastreymi brotið upp gömlu höftin. Það eigum við fyrst og fremst inngöngu okkar í EES að þakka. Þess vegna munum við að lokum ganga í Evrópusamtökin. Íslensk þjóð mun krefjast þess. Íslendingar munu einfaldlega krefjast betri og sanngjarnari framtíðar.

Er hægt að bæta Breiðuvíkurbörnum glæpina með peningum?

Athyglisverð og málefnaleg umræða fór fram á alþingi sl. þriðjudag, þar sem skýrsla nefndar um málefni uppeldisheimilisins á Breiðuvík á árunum 1952 - 79 var rædd. Það liggur fyrir að mikil vinna hefur verið lögð í skýrsluna enda hefur fortíð heimilisins verið í mikilli umræðu og liggur þungt á þjóðinni. Geysilegar tilfinningasveiflur og taugahræringar hafa dunið á þjóðinni vegna þessa máls enda sumir verknaðir sem þarna voru framdir á varnarlausum börnum hroðalegir og óverjandi. Það er jafnvel enn óhugnanlegra, að slíkar „uppeldisaðferðir“ þóttu eðlilegar og allt að því æskilegar fyrir aðeins 50 til 60 árum. Nútímafólk á erfitt með að átta sig á horfinni hugsun og hugmyndum sem jafnvel menntaðir sérfræðingar aðhylltust og beittu.
Margir alþingismenn nefndu einmitt þessa staðreynd og vöruðu réttilega við of hörðum áfellisdómum yfir starfsliði Breiðuvíkur. Það er rétt að flest starfsfólkið taldi sig vera að stunda góða vinnu og sjálfsagða enda stutt af embættisvaldi og sérfræðingahópum. Sökin liggur þess vegna mun ofar en hjá starfsfólki hinnar gömlu Breiðuvíkur. En auðvitað leyndust fól og óþokkar meðal stjórnenda og starfsmanna heimilisins. Þess vegna er erfitt að draga upp skýra heildarmynd af Breiðuvík. Kristinn H. Gunnarsson sem hélt stórmerkilega ræðu á alþingi um málið, benti réttilega á, að nefndin sem gerði skýrsluna, nefnir að erfitt sé að benda á brot og sökudólga í þessu máli svo seint eftir á.
Það þýðir, eins og Kristinn bendir á, að enga dóma er hægt að fella yfir einum eða neinum.
Ríkisstjórnin hefur þegar gert það sem henni bar að gera: Láta fara fram opinbera rannsókn á Breiðuvík og boða fleiri rannsóknir á öðrum uppeldisheimilum á 20. öld á Íslandi. Jafnframt hefur ríkisstjórn Geirs Haarde beðið fórnarlömb Breiðuvíkur afsökunar fyrir hönd þeirra ríkisstjórna sem settar voru á sínum tíma yfir Breiðuvík. Meira er reyndar ekki hægt að gera.
Uppi hafa verið hugmyndir um að ríkið greiði uppkomnu fólkinu sem voru börn á Breiðuvík bætur í peningum fyrir þann skaða sem þau urðu fyrir á sínum tíma. Í fyrstu virðist þessi hugmynd sanngjörn og allt að því eðlileg. Við nánari athugun er hún illgjörleg og nánast út í hött. Í fyrsta lagi: Ef nefndin er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að rannsaka málið með tilliti til refsihæfi einstaklinga svo langt aftur í tímann, hvernig á þá að meta einstakar bætur? Hvernig ætla menn að verðleggja þjáningu hvers og eins? 10 þúsund krónur fyrir rassskellingu? 50 þúsund krónur fyrir vistun í klefa með rimlum? 70 þúsund fyrir líkamlegt ofbeldi eins og högg og spörk? 65 þúsund fyrir andlegt ofbeldi? 100 þúsund fyrir kynferðislega misnotkun? Eða kannski 400 þúsund? Eða meira? Fengu sumir krakkanna skárri útreið en aðrir þótt refsingarnar hafi verið þær sömu? Eiga þeir þá að fá lægri bætur en hinir? Og hverjir eiga að ákveða bæturnar? Ekki alþingi því væntanlega heyrði slíkt bótamat undir dómskerfið en ekki lagakerfið. Við verðum að virða þrískiptingu valdsins. Og ef málið er ekki lengur dómtækt , hverjir eiga þá að annast málarekstur og dóm?
Þessi hugmynd er gjörsamlega fallin um sig sjálfa. Ríkið hefur þegar beðist afsökunar. Það er kannski þarfasti gjörningur ríkisins. Næst á ríkið að sjálfsögðu að láta meta hvernig má bæta þá þætti sem teknir voru af hinum óhamingjusömu einstaklingum í æsku; er hægt að bæta menntun þeirra eða starfsþjálfun? HJálpa því við að nýta meðfædda hæfileika sem aldrei fengu þjálfun. Kannski aðstoða fólkið við atvinnuleit?
Og síðast en ekki síst: Ríkinu ber að aðstoða hin uppkomnu börn varðandi læknisaðstoð og geðhjálp; leggja sitt að mörkum að gera hina vanræktu einstaklinga að hæfum einstaklingum á nýjan leik. Það hlýtur að vera bæði heillaríkara og mannlegra en að henda seðlum í hið óhamingjusama fólk sem margt hefur beðið mikinn skaða á líkama og sál að lokinni bernsku í Breiðuvík.

Verndaður framsóknarkommúnismi og ríkisrekin kaupmannastefna líða undir lok?

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarnar um síðustu helgi, komst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður hreyfingarinnar svo að orði, að krónan væri orðin of lítil fyrie íslenskt efnahagslíf og tími til þess kominn að íhuga að taka upp evru og inngöngu í ESB. Hún boðaði einnig tollalækkun á svína- og kjúklingakjöti í því skyni að lækka matarútgjöld heimilina. Þessum ummælum fagna neytendur auðvitað. En framleiðendur þessa kjöts hér á landi hafa auðvitað risið á fætur og steytt hnefann. Þeir eru vanir að lifa við pólitíska vernd og vera í vernduðu umhverfi ríkis - og embættiskerfi framsóknarkommúnismans. Formaður Bændasamtakanna hefur birst þrútinn að reiði á sjónvarpsskjám landsmanna og segir afnám ofurtolla snerta hag bænda þráðbeint. Sem sagt: Neytendur skulu áfram vera í gíslingu framsóknarkommúnismans gamla sem verndar framleiðendur en ekki neytendur. Gamla Sambandið var upphaflega stofnað til að vernda neytendur gegn einkaframtakinu sem þeir töldu fara illa með neytendur. Hvað gerðist svo? Sambandið breyttist í framleiðendasamtök og hagur neytenda varð verri en nokkru sinni. Framsóknarflokkurinn tók einnig upp þessa stefnu og alla 20. öldina voru neytendur og skattgreiðendur degnir gegnum eina mestu neyslufor í Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn verndaði hins vegar verslunarmenn. Aðeins Alþýðuflokkurinn barðist fyrir neytendum en gekk illa vegna fylgisleysis. Nú stendur formaður nýs stórs og sterks jafnaðarmannaflokks á fætur og boðar lanfþráða tríma. Og öfl í gömu Framsóknar - og Sjálfstæðisflokknum standa herptir á fætur og vara við þessari hortugu stelpu. Á að fara að verja neytendur? Eega neytendur að hætta að greiða fyrir illa skipulagða framleiðendur og verndaða innflytjendur? Formaður íslenskra stórkaupmanna óð líka í fjölmiðla eftir fund Samfylkingarinnar. Hann sagði blákalt, að kaupmenn ættu ekkert að koma á móts við neytendur og lækka vöruverð í kjölfar gengislækkunar. Nei, hann vildi enn einu sinni að ríkið hjálpaði aumingjans kaupmannastéttinni og lækkaði álagningu og tolla fyrir þá svo þeir héldu óbreyttum hagnaði. Sem sagt: Neytendur og skattgreiðendur eigi á ný að taka skellinn, ekki þeir sem selja vöruna og hagnast á henni. Nú heimta kaupmenn í gamla Sjálfstæðisflokknum að neytendur og ríkið (þ.e. við í landinu ) eigi enn einu sinni að hjálpa söluaðilum svo þeir geti mokað álagningu á innfluttar vörur sínar. Þetta var gamla ójafnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins líkt og gamli Framsóknarflokkurinn sem dormaði í skjóli hins kommúníska landbúnaðarframleiðslukerfi og krafðist ekki aðeins tollaverndar innfluttra vara, heldur útsmogins embættismannakerfis sem framsóknarmenn plöntuðu í stjórnsýsluna til aðstoðar við ríkiskkommúnismann og absúrd ríkistekna eins og frystigjöld fyrir rollukjöt. Svikamyllukerfi ásamt veluppbyggðu embættiskerfi gerði neytendur nær vanmáttuga og gjaldþrota. Hagkaup og Bónus komu þeim til bjargar í óþökk hinna gömlu afla hins íhaldssama tvíeykis, Framsóknar og Sjálfstææðisflokks. En nú eru þessir tímar að hverfa. Framsóknarflokkurinn hefur góðu heilli gufað upp, þrátt fyrir brandarapolitík bóndasonarins frá Suðurlandi sem ólst upp við framsóknarkommúnismann. Geir Haarde sem er víðsýnn á erlenda vísu, er að breyta Sjálfstæðisflokknum til móts við stefnu og hugmyndafræði frjálslyndra flokka í Evrópu. Og jafnaðarmenn eru að verða sterkasti pólitíski hópurinn á Íslandi. Þetta verða gömlu forréttindahóparnir að átta sig á. Tími þeirra er senn liðinn. Og þá verður kannski líft á Íslandi. En vissulega bíða mörg önnur verkefni: Skola út úr Seðlabankanum, endurreisa íbúðarkerfið hefta spákaupmennsku og hætta gjöfum ríkisinsúr auðlindum þjóðarinnar til valinna gæðinga. Vernda náttúruna okkar. Pólitísk verkefni hafa aldrei verið meiri en nú. Neytendur og almenningur eiga nýja og breytta daga skilið. Nýtt Ísland.

Klassískt menntaður læknanemi og froðubullandi rappari

Nýlega sýndi Kastljós frásögn af kínverskri, ungri konu sem hefur innritað sig í læknisfræði við Háskóla Íslands. Hún kom sem barn að aldri með foreldrum sínum til Íslands og hefur dvalið hér síðan. Þessi geðuga stúlka lýsti hvernig námskröfurnar eru í Kína þar sem einkunnin 9.0 þykir sæmileg en allt undir 8.0 smánarlega lágt. Þá var mér hugsað til íslenska skólakerfisins. Nú er það svo að kínverska konan unga hefur einnig mikinn áhuga á tónlist og hefur spilað á píanó frá æsku í Kína. Hún hélt tónlistarnámi áfram hér á landi og er orðin gífurlega fær píanóleikari eins og fram kom þegar hún lék úr verki eftir Beethoven fyrir áhorfendur Kastljóss. Næsta atriði þáttarins var „tónlistaratriði“ með rapptrúðnum Erpi sem talar yfirleitt meira en hann hugsar. Í þessu atriði birtist vel tveir menningarheimar á Íslandi. Annars vegar hámenntuð ung kona sem lifir í klassískum tónlistarheimi og nemur læknisfræði við Háskóla Íslands. Hún býr enn að þeirri námsþjálfun sem hún fékk í æsku ásamt dyggum stuðningi foreldra í Asíu og síðar hér á landi. Hins vegar útþynntur, íslenskur kjáni sem bullar í fjölmiðlum með prjónakollu á höfði og hagar sér eins og óupplýstur blökkumannastrákur í slömmhverfi í New York, rappar á sama hátt og snýr sér í hringi og baðar út handleggju og fótleggjum að hætti Central Garden stráka í New York. Þetta er hin æskudýrkaða íslenska mennning í dag. Æææ, kannski er ég að verða röflandi gamalmenni. En ég þakka stjórnendum Kastljóss fyrir að sýna okkur það besta og það versta í menningu á Íslandi í dag. Ég velti því líka fyrir mér hvort kínverski læknaneminn eða hinn handapatandi froðusnakkur Erpir munu nýtast íslensku samfélagi betur í nánustu framtíð? Hvað haldið þið?

Fyrirsögn

Hér kæmi texti bloggsins

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband