Ingólfur Margeirsson
Höfundur er áhugamaður um bókmenntir, kvikmyndir, tónlist, sögu og menningu almennt. Einnig stjórnmál og samfélagsmál. Hann er stjórnarmaður í Neytendasamtökunum og í Evrópusamtökunum. Hann er einnig fræðslufulltrúi Heilaheilla og fastur teiknari í Herðubreið. Höfundur hefur skrifð um 14 bækur og nokkrar í smíðum. Hann vinnur einnig að MA ritgerð um sögu Tívolísins í Vatnsmýrinni. Hefur einnig skrifað sjónvarpsleikrit og starfað sem kvikmyndagagnrýnandi. Var ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans, Helgarpóstsins, Alþýðublaðsins og Vesturbæjarblaðsins. Hefur séð um marga útvarps- og sjónvarpsþætti.