30.3.2008 | 16:46
Klassískt menntaður læknanemi og froðubullandi rappari
Nýlega sýndi Kastljós frásögn af kínverskri, ungri konu sem hefur innritað sig í læknisfræði við Háskóla Íslands. Hún kom sem barn að aldri með foreldrum sínum til Íslands og hefur dvalið hér síðan. Þessi geðuga stúlka lýsti hvernig námskröfurnar eru í Kína þar sem einkunnin 9.0 þykir sæmileg en allt undir 8.0 smánarlega lágt. Þá var mér hugsað til íslenska skólakerfisins. Nú er það svo að kínverska konan unga hefur einnig mikinn áhuga á tónlist og hefur spilað á píanó frá æsku í Kína. Hún hélt tónlistarnámi áfram hér á landi og er orðin gífurlega fær píanóleikari eins og fram kom þegar hún lék úr verki eftir Beethoven fyrir áhorfendur Kastljóss. Næsta atriði þáttarins var „tónlistaratriði“ með rapptrúðnum Erpi sem talar yfirleitt meira en hann hugsar. Í þessu atriði birtist vel tveir menningarheimar á Íslandi. Annars vegar hámenntuð ung kona sem lifir í klassískum tónlistarheimi og nemur læknisfræði við Háskóla Íslands. Hún býr enn að þeirri námsþjálfun sem hún fékk í æsku ásamt dyggum stuðningi foreldra í Asíu og síðar hér á landi. Hins vegar útþynntur, íslenskur kjáni sem bullar í fjölmiðlum með prjónakollu á höfði og hagar sér eins og óupplýstur blökkumannastrákur í slömmhverfi í New York, rappar á sama hátt og snýr sér í hringi og baðar út handleggju og fótleggjum að hætti Central Garden stráka í New York. Þetta er hin æskudýrkaða íslenska mennning í dag. Æææ, kannski er ég að verða röflandi gamalmenni. En ég þakka stjórnendum Kastljóss fyrir að sýna okkur það besta og það versta í menningu á Íslandi í dag. Ég velti því líka fyrir mér hvort kínverski læknaneminn eða hinn handapatandi froðusnakkur Erpir munu nýtast íslensku samfélagi betur í nánustu framtíð? Hvað haldið þið?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.