Verndaður framsóknarkommúnismi og ríkisrekin kaupmannastefna líða undir lok?

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarnar um síðustu helgi, komst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður hreyfingarinnar svo að orði, að krónan væri orðin of lítil fyrie íslenskt efnahagslíf og tími til þess kominn að íhuga að taka upp evru og inngöngu í ESB. Hún boðaði einnig tollalækkun á svína- og kjúklingakjöti í því skyni að lækka matarútgjöld heimilina. Þessum ummælum fagna neytendur auðvitað. En framleiðendur þessa kjöts hér á landi hafa auðvitað risið á fætur og steytt hnefann. Þeir eru vanir að lifa við pólitíska vernd og vera í vernduðu umhverfi ríkis - og embættiskerfi framsóknarkommúnismans. Formaður Bændasamtakanna hefur birst þrútinn að reiði á sjónvarpsskjám landsmanna og segir afnám ofurtolla snerta hag bænda þráðbeint. Sem sagt: Neytendur skulu áfram vera í gíslingu framsóknarkommúnismans gamla sem verndar framleiðendur en ekki neytendur. Gamla Sambandið var upphaflega stofnað til að vernda neytendur gegn einkaframtakinu sem þeir töldu fara illa með neytendur. Hvað gerðist svo? Sambandið breyttist í framleiðendasamtök og hagur neytenda varð verri en nokkru sinni. Framsóknarflokkurinn tók einnig upp þessa stefnu og alla 20. öldina voru neytendur og skattgreiðendur degnir gegnum eina mestu neyslufor í Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn verndaði hins vegar verslunarmenn. Aðeins Alþýðuflokkurinn barðist fyrir neytendum en gekk illa vegna fylgisleysis. Nú stendur formaður nýs stórs og sterks jafnaðarmannaflokks á fætur og boðar lanfþráða tríma. Og öfl í gömu Framsóknar - og Sjálfstæðisflokknum standa herptir á fætur og vara við þessari hortugu stelpu. Á að fara að verja neytendur? Eega neytendur að hætta að greiða fyrir illa skipulagða framleiðendur og verndaða innflytjendur? Formaður íslenskra stórkaupmanna óð líka í fjölmiðla eftir fund Samfylkingarinnar. Hann sagði blákalt, að kaupmenn ættu ekkert að koma á móts við neytendur og lækka vöruverð í kjölfar gengislækkunar. Nei, hann vildi enn einu sinni að ríkið hjálpaði aumingjans kaupmannastéttinni og lækkaði álagningu og tolla fyrir þá svo þeir héldu óbreyttum hagnaði. Sem sagt: Neytendur og skattgreiðendur eigi á ný að taka skellinn, ekki þeir sem selja vöruna og hagnast á henni. Nú heimta kaupmenn í gamla Sjálfstæðisflokknum að neytendur og ríkið (þ.e. við í landinu ) eigi enn einu sinni að hjálpa söluaðilum svo þeir geti mokað álagningu á innfluttar vörur sínar. Þetta var gamla ójafnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins líkt og gamli Framsóknarflokkurinn sem dormaði í skjóli hins kommúníska landbúnaðarframleiðslukerfi og krafðist ekki aðeins tollaverndar innfluttra vara, heldur útsmogins embættismannakerfis sem framsóknarmenn plöntuðu í stjórnsýsluna til aðstoðar við ríkiskkommúnismann og absúrd ríkistekna eins og frystigjöld fyrir rollukjöt. Svikamyllukerfi ásamt veluppbyggðu embættiskerfi gerði neytendur nær vanmáttuga og gjaldþrota. Hagkaup og Bónus komu þeim til bjargar í óþökk hinna gömlu afla hins íhaldssama tvíeykis, Framsóknar og Sjálfstææðisflokks. En nú eru þessir tímar að hverfa. Framsóknarflokkurinn hefur góðu heilli gufað upp, þrátt fyrir brandarapolitík bóndasonarins frá Suðurlandi sem ólst upp við framsóknarkommúnismann. Geir Haarde sem er víðsýnn á erlenda vísu, er að breyta Sjálfstæðisflokknum til móts við stefnu og hugmyndafræði frjálslyndra flokka í Evrópu. Og jafnaðarmenn eru að verða sterkasti pólitíski hópurinn á Íslandi. Þetta verða gömlu forréttindahóparnir að átta sig á. Tími þeirra er senn liðinn. Og þá verður kannski líft á Íslandi. En vissulega bíða mörg önnur verkefni: Skola út úr Seðlabankanum, endurreisa íbúðarkerfið hefta spákaupmennsku og hætta gjöfum ríkisinsúr auðlindum þjóðarinnar til valinna gæðinga. Vernda náttúruna okkar. Pólitísk verkefni hafa aldrei verið meiri en nú. Neytendur og almenningur eiga nýja og breytta daga skilið. Nýtt Ísland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Kjarnmikil og innihaldsrík grein-takk

Sævar Helgason, 31.3.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband